Þessi er fullur af andoxunarefnum og er næringarbomba.
Uppskrift er fyrir einn drykk.
Hráefni:
3 msk af vatni
1 tepoki af grænu te
2 tsk af hunangi
1 og ½ bolli af frosnum bláberjum
½ banana
¾ bolli af vanilla sojamjólk
Hitaðu vatnið í örbylgjunni þangað til það er vel heitt, notaðu litla skál. Bættu tepokanum út í og leyfðu þessu að liggja saman í 3 mínútur. Fjarlægðu tepokann og hrærðu hunanginu saman við.
Blandaðu nú berjum, banana og mjólkinni í blandarann þinn og láttu hrærast vel.
Bættu te-blöndunni saman við og hrærðu enn betur saman.
Settu drykkinn í hátt glas og njóttu~