Ofurfyrirsætan Cara Delevingne prýðir forsíðu bandaríska Elle í september. Í viðtali sem finna má inni í blaðinu ræðir Cara meðal annars um þunglyndi sem hún barðist við sem unglingur og hvernig henni hafi verið kennt það í æsku að bæla niður tilfinningar sínar.
Sjá einnig: Cara Delevingne bað kærustunnar í París
Í viðtalinu segir Cara að hún sé á allt öðrum stað andlega í dag en hún var þegar hún var yngri. Fyrirsætan segir að nú fái hún útrás fyrir tilfinningar sínar á hverjum degi og það gerir hún með því að gráta svolítið og losa um. Vill hún meina að það sé allra meina bót og gott fyrir útlitið í þokkabót. Að sögn Cara hefur það til dæmis virkilega slæm áhrif á húðina að birgja allt innra með sér í stað þess að fá útrás.
Cara segist hafa lært það með árunum að það eigi alltaf að setja geðheilsu sína í forgang framar öllu öðru og hlúa vel að henni.