Grátbiður Kim að hvíla sig

Við greindum frá því í síðustu viku að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian virtist lítið ætla að hvíla sig eftir bæði barnsburð og erfiða meðgöngu. En Kim sneri til vinnu aðeins fjórum dögum eftir að sonur hennar, Saint West kom í heiminn. Samkvæmt miðlinum Hollywood Life hefur Kanye West nú grátbeðið eiginkonu sína að hvíla sig. Hann er hræddur um að Kim keyri sig gjörsamlega út núna og hefur orðið miklar áhyggjur af heilsu hennar.

Sjá einnig: Kim Kardashian snýr aftur til vinnu

2B3C9B6F00000578-3191942-Be_careful_Kim_held_on_tight_to_husband_Kanye_as_she_teetered_in-a-73_1439190592652

 

Heimildarmaður Hollywood Life segir:

Meðgangan var Kim erfið og hún er algjörlega uppgefin. En það er ekki auðvelt fyrir Kim að hvíla sig, hún einfaldlega kann það ekki. Kanye hefur orðið miklar áhyggjur af henni og hefur gert fjölskyldunni viðvart. Þau hafa nú öll sameinast um að aðstoða Kim og fá hana til þess að slaka aðeins á.

SHARE