Raunveruleikastjarnan Scott Disick sætir nú meðferð við áfengis- og eiturlyfjavandamáli sínu en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann reynir að sigrast á þessu vandamáli sínu.
Sjá einnig: Myndir: Er Scott að halda framhjá Kourtney Kardashian?
Scott var búin að brenna allar brýr að baki sér en barnsmóðir hans og kærasta var einnig búin að loka dyrunum á hann. Kourtney og Scott eiga þrjú börn saman en Kourtney henti Scott út þegar myndir af honum og annarri konu í innilegum faðmlögum birtust á netinu.
Sjá einnig: Scott Disick gripinn í kossaflensi við ókunnuga ljósku í Los Angeles
Meðferðin er farin að reyna á Scott en þetta er í fyrsta skipti sem hann endist svo lengi í meðferð. Scott er sagður vera búin að hringja margoft í Kourtney í von um að hún taki við honum aftur. Kourtney vill þó ekki taka neinar ákvarðanir núna en hún hefur tjáð Scott að hún muni ekki svara fleiri símtölum frá honum.
Sjá einnig: Kourtney Kardashian glæsileg á djamminu með vinkonum sínum
Scott getur samt enn haldið í vonina því ef systir Kourtney, Khloe, gat tekið aftur við eiginmanni sínum eftir að hann fannst meðvitundarlaus á hóruhúsi ætti Scott að eiga smá von.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.