Þessi svakalega góði fiskréttur kemur úr bókinni Rögguréttir 2, eldað af ást.
Enn er hægt að nálgast bókina og styrkja þar með Umhyggju félag langveikra barna.
Uppskrift:
600 gr hvítur fiskur t.d þorskhnakkar
1 blómkálshöfuð
ólífuolía, salt, nýmalaður pipa, krydd lífsins frá pottagöldrum
1/2 púrrulaukur
1 rauð paprika
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós kotasæla
2 msk majónes
1 tsk karrý
1 msk hunangs Dijon sinnep
Rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofnin á 180 gráður með blæstri.
Rífið blómkálið niður með grófu rifjárni og dreifið því jafnt í botninn á eldföstu móti. Kryddið með salti, pipar og dreypið olíunni yfir ásamt ca msk af vatni. Bakið í ofni í 10 mín.
Skerið fiskinn í bita og kryddið með kryddunum.
Saxið púrrulaukin og paprikuna smátt.
Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma, majónesi karrý og sinnepi, smakkið til með salt og pipar.
Takið blómkálið úr ofninum og lækkið hitann í 160 gráður. Leggið fiskinn ofan á og dreifið sósunni yfir og loks paprika og púrrulaukur yfir allt. Dreifið ostinum yfir og bakið í 20 til 30 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
Gott að bera fram með góðu salati.
Endilega kíkið við á Rögguréttir á facebook og kaupið eins og eitt eintak af bókinni.
Njótið vel.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!