Þessi uppskrift er einföld og bragðgóð frá Fallegt og freistandi
UPPSKRIFT FYRIR 4
4 kjúklingabringur
Olía til að pensla með
Gljái:
150 gr aprikósumarmelaði frá Den Gamle Fabrik
1 msk dijonsinnep
1 tsk hunang
1 fínsaxaðar möndlur
1 msk balsamikedik
Aðferð:
Penslið kjúklingabringurnar með olíu og grillið í um 4 mínútur á hvorri hlið. Blandið marmelaði, sinnepi, hunangi, möndlum og balsamikediki saman og penslið aðra hliðina. Snúið bringunum svo á pensluðu hliðina og grillið í 1-2 mínútur. Penslið svo hina hliðina með gljáanum og grillið aftur í 1-2 mínútur. Berið fram með salati og grófu brauði.
Endilega smellið einu like-i á Fallegt og freistandi á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.