Frábær uppskrift frá Freistingum Thelmu.
Snilldin ein í morgunmat eða sem léttur og ferskur eftirréttur!
Innihald
1 dós grísk jógúrt
50 g tröllahafrar
7 msk hlynsíróp
1 tsk kanill
Bláber um 125 g
Jarðarber um 150 g
Kókos
Aðferð
Setjið tröllahafra í skál ásamt sírópi og kanil og hrærið vel saman. Hrærið jógúrtina vel og setjið um 2 msk í hvert glas, setjið bláber og niðurskorin jarðarber á milli og aftur um 2 msk af jógúrt ofan á og svo aftur ber. Setjið því næst tröllahafra ofan á og stráið smá kókos á toppinn. Að sjálfsögðu má blanda þessu saman að vild og nota hvaða ber sem er.
Ferskt og gott í bæði morgunmat eða léttan eftirrétt. Þetta bragðast jafn vel daginn eftir. Geymið í kæli.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.