Grunnsósa fyrir pasta

Það er alltaf gott að kunna að gera góða pastasósu. Þessi uppskrift kemur frá Allskonar.is og er alveg geggjuð!

Þessa grunnsósu má nota líka sem pizzasósu eða sem sósu með fisk eða kjöti.

Grunnsósa með basilikku

  • 3msk ólífuolía
  • 5-6 capers
  • 2-3 ansjósur
  • 1 stór laukur, fínsaxaður
  • 4 hvítlauksrif, marin
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 4 tómatar, flysjaðir og fræhreinsaðir
  • 2msk tómatpúrra
  • 1/2 tsk þurrkaðar chilli flögur
  • 2 tsk balsamedik
  • 2tsk sykur
  • 1 stór lúkufylli basilikka, rifin
  • salt og ferskur malaður svartur pipar
  • rifinn parmesanostur

Undirbúningstími: 20 mínútur

Eldunartími: 45-60 mínútur

Byrjaðu á að skera lítinn kross ofan í tómatana, setja þá í skál og hella yfir þá sjóðandi vatni svo að rétt fljóti yfir. Eftir um 5 mínútur tekurðu tómatana úr heita vatninu og stingur þeim ofan í ískalt vatn, þá á að vera hægt að taka utan af þeim hýðið án vandræða. Á meðan tómatarnir eru í heita vatninu skaltu fínsaxa laukinn og merja hvítlaukinn.

Hitaðu ólífuolíuna í potti á meðalhita, skerðu ansjósurnar í grófa bita og settu í pottinn ásamt capers og hvítlauk. Steiktu  í 2 mínútur eða þar til ansjósurnar leysast upp í olíunni. Hér þarf að passa að hafa ekki of mikinn hita undir pottinum til að við missum ekki allt þetta dásemdarbragð yfir í beiskju.

Sjá einnig: Ertu að drekka nóg vatn?

Þá setjum við laukinn út í og steikjum í um 5 mínútur þar til hann verður ljósgullinn eða glær.

Flysjaðu tómatana og fræhreinsaðu og grófsaxaðu.

Nú getur þú sett tómatana, niðursoðnu tómatana og tómatpúrruna út í pottinn ásamt chilli flögunum, edikinu og sykrinum og láttu sjóða í 30-45 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna.

Þá er basilikkunni og góðum skammt af rifnum parmesan (um 4-5msk), salti og pipar bætt í eftir smekk.

Láttu suðuna koma upp örsnöggt, slökktu undir pottinum og smakkaðu svo aftur til. Ef þú átt grænan stilk af tómat þá er frábært að saxa hann niður og bæta í sósuna þegar er slökkt er undir pottinum.

Ef þú vilt hafa sósuna mjög fíngerða þá er hægt að pressa hana í gegnum sigti. Mér finnst hún góð svona smá chunky og náttúruleg.

Þessa sósu má nota beint sem pizzasósu, eða á pasta, blanda henni við ristað grænmeti eða kjöt til að búa til matarmikla pastasósu.

Sjá einnig: Hrökkbrauð með fræjum – Vegan

Sósan geymist í glerkrukku í 1 viku í ísskáp. Það má líka frysta hana; það er mjög sniðugt að búa til margfaldan skammt og frysta í ziplock pokum í skammtastærðum fyrir pasta eða pizzur. Þá er alltaf til dýrðarinnar sósa án fyrirhafnar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here