Svona sokkaheimili ætti að vera til á hverju heimili, en á mörgum þeirra virðast sokkar týnast í hvert skipti sem sett er í þvottavél. Kannski þeir sameinist aftur á svona heimili?
Spjaldið er einfalt að útbúa, málað og skrifað á með þessari setningu eða annarri og nokkrar klemmur límdar á.
Einfalt og sniðugt.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.