Gucci vor og sumar 2015: Guðdómlega sækadelísk seventís tíska í Milano

Gucci tók tískupallana með trompi á tískuvikunni í Milano þann 18 september, en vor- og sumarlína 2015 ber sterkan keim af sjöunda áratugnum og var engu líkara en að tímasveifinni hefði verið snúið aftur um heil fjörtíu ár þegar fyrirsætur stigu á svið.

screenshot-www.veooz.com 2014-09-22 18-34-36

Stuttir pilsfaldar; æpandi mynstur með sækadelísku ívafi og undirliggjandi sjóræningáhrif mátti gæta á sýningunni sjálfri með bróderingum, hnöppum í yfirstærð og stuttum jökkum úr mongólsku lambskinni og snákshúð.

screenshot-cdn.fashionisers.com 2014-09-22 18-41-38

Útvíð, svífandi buxnasnið og eggjandi, glæstar kvenkápur með aðsniðnu mitti mátti einnig sjá á tískupöllunum en það mun vera eitt verst geymda leyndarmál bransans að höfuðhönnuður Gucci, Frida Giannini er einlægur aðdáandi hippatímabilsins og virðist sem hún hafi gengið alla leið í hönnun á vor- og sumarlínu komandi árs.

screenshot-www.buro247.com 2014-09-22 18-42-25

Kvöldlína Gucci var seiðandi ásýndar, munúðarfullir kvöldkjólar úr fisléttu efni; silki, krep og tjull mátti sjá og mynstrið er stórbrotið, litagleðin allsráðandi sem vó skemmtilega upp á móti fíngerðu efninu.

screenshot-cdn.fashionisers.com 2014-09-22 18-44-39

 

Glæst lína frá Gucci sem leggur línurnar fyrir komandi vor og sumar, en hér má sjá sýningu Gucci eins og hún kom áhorfendum fyrir sjónir á tískuvikunni í Milano í síðustu viku:

SHARE