Þessar girnilegu og guðdómlega gómsætu hrískökur koma af sælkerablogginu hennar Tinnu Bjargar. Mars, döðlur, lakkrís – talandi um að fara beinustu leið til himna! Ég mæli með því að þú fylgist með Tinnu á Facebook – hún er dásamlegur snillingur og sælkeri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Sjá einnig: Rice Krispies terta með bingókúlum & hraunrjóma
Guðdómlegar sælgætishrískökur
6 stykki Mars
15 döðlur
300 gr Appolo lakkrískurl
3 msk sýróp
200 gr smjör
13 dl Rice Krispies
Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði
- Skerið Mars og döðlur í litla bita og bræðið saman í potti ásamt lakkrískurli, sýrópi og smjöri. Hitið blönduna að suðu og látið krauma við vægan hita í um 5 mínútur.
- Takið pottinn af hellunni og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið því næst Rice Krispies saman við bráðina.
- Notið matskeið til að fylla muffinsform af hrískökublöndu. Látið hrískökurnar kólna áður en þær eru bornar fram.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.