Eitt af því fyrsta sem móðir mín kenndi mér við val á snyrtivörum var að velja varablýantinn vel. Hún sagði varablýantinn ramma inn varirnar og gefa sjálfum varalitnum sjálfum aukna fyllingu; utan þess að blýanturinn héldi sjálfum litnum í skefjum. Nú er ég hvorki sérfróð um förðun né sérstaklega flínk með penslana, en ég þekki fallega förðun þegar ég rekst á slíka.
Haustlúkkið er komið – veturinn er skollinn á með fullum þunga – en það breytir ekki þeirri óumflýjanlegu staðreynd að laugardagar renna upp í hverri viku. Þrungnir loforðum, freistingum sem erfitt er að standast og löngun til að líta vel út.
Förðunarmyndbönd Kathleen eru endalaus uppspretta fallegra hugmynda:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.