Brjóstnám getur bjargað mannslífi og algengt er að brjóst kvenna séu fjarlægð að hluta eða alveg þegar kona greinist með krabbamein. Slík aðgerð getur aukið lífslíkur konu til muna og jafnvel bjargað lífi hennar en örin sem eftir sitja eru vel sýnileg og eru jafnt sálræn sem líkamleg.
Sjá einnig: Líf að loknu brjóstnámi: Hver sagði að þú þyrftir að hafa tvö?
Einhverjar konur kjósa endurbyggingu brjósta að loknu brjóstnámi, aðrar vilja láta slíka aðgerð eiga sig með öllu og svo eru það þær konur sem velja að húðflúra brjóst sín að lokinni aðgerð – í þeim tilgangi að endurheimta það sem þær glötuðu í baráttunni við brjóstakrabbann.
Sjá einnig: Endurbygging geirvarta að loknu brjóstnámi er listform – Myndband
Á Pinterest er að finna dásamlega síðu sem ber nafnið P.Ink (Personal Ink) sem helguð er eftirlifendum brjóstakrabba; upplýsingum um húðflúrun og tengla á húðflúrara sem sérhæfa sig í húðflúri fyrir konur sem hafa undirgengist brjóstnám og kjósa að flúra bringuna í kjölfarið.
Einn slíkur húðflúrari – listamaður að nafni David Allen, lét þessi orð falla um ferlið:
Það sem eitt sinn var læknisfræðileg aðgerð gerðum við fallegt að nýju … við umbreyttum hryssingslegum sannleikanum í munúðarfullan veruleika. Við tókum stjórn á aðstæðum í okkar hendur aftur.
Hér að neðan má sjá úrval ljósmynda sem sýnri hugrakkar konur bera húðflúrin með stolti – allt eftirlifendur brjóstakrabbameins:
Ljósmyndir: P.ink – Pinterest
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.