Gullregnið vinnustofa & verslun fyrir íslenskt handverk og hönnun er í eigu systranna Jóhönnu og Herdísar Stefáns. Jóhanna er einnig eigandi af BOX iceland og Herdís af LALLA. Gullregnið er með facebooksíðu hér
Í október eru þær systur með bleikar vörur til styrktar Krabbameinsfélaginu eins og skart, kerti, trefla og fleira.
30% af söluandvirði allra bleikra vara gengur til Krabbameinsfélagsins og það er af nógu að taka: armbönd, eyrnalokkar og hálsmen með Swarowski perlum, jadeperlum eða tréperlum í fjölmörgum fallegum bleikum litum frá BOX Iceland og hraun- og steinakerti, Lukkuskeifur, Iceland og krítartöflur frá LALL. Ásamt prjónavörum frá Prjónavörurnar hennar Huldu.
Í Gullregninu vinnustofu & verslun eru seldar vörur frá BOX iceland, LALLA og Prjónavörunum hennar Huldu.
Gullregnið er staðsett að Holtagerði 38, bakhús, Kópavogi og opið er alla fimmtudaga milli 12:00-20:00 en einnig er hægt að hafa samband í síma 6900-100 og koma við hvenær sem er þar sem við erum flesta daga á vinnustofunni. Verið velkomin.
Við á hun hvetjum ykkur til að heimsækja Gullregnið, skoða fallegt handverk og leggja góðu málefni lið.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.