Gullregnið vinnustofa og verslun styður Krabbameinsfélagið í október.

Gullregnið vinnustofa & verslun fyrir íslenskt handverk og hönnun er í eigu systranna Jóhönnu og Herdísar Stefáns. Jóhanna er einnig eigandi af BOX iceland og Herdís af LALLA. Gullregnið er með facebooksíðu hér 

1385265_739923586022718_2244802_n

Í október eru þær systur með  bleikar vörur til styrktar Krabbameinsfélaginu eins og skart, kerti, trefla og fleira.
30% af söluandvirði allra bleikra vara gengur til Krabbameinsfélagsins og það er af nógu að taka: armbönd, eyrnalokkar og hálsmen með Swarowski perlum, jadeperlum eða tréperlum í fjölmörgum fallegum bleikum litum frá BOX Iceland og hraun- og steinakerti, Lukkuskeifur, Iceland og krítartöflur frá LALL. Ásamt prjónavörum frá Prjónavörurnar hennar Huldu.

599762_739296369418773_1691374333_n

Í Gullregninu vinnustofu & verslun eru seldar vörur frá BOX iceland, LALLA og Prjónavörunum hennar Huldu.
Gullregnið er staðsett að Holtagerði 38, bakhús, Kópavogi og opið er alla fimmtudaga milli 12:00-20:00 en einnig er hægt að hafa samband í síma 6900-100 og koma við hvenær sem er þar sem við erum flesta daga á vinnustofunni. Verið velkomin.

1381398_738696456145431_1024537685_n 1383660_738696489478761_109204613_n

 

Við á hun hvetjum ykkur til að heimsækja Gullregnið, skoða fallegt handverk og leggja góðu málefni lið.

SHARE