Þessi kaka er ekkert smá flott hjá henni Berglindi hjá Gotterí.is
Kaka
- 1 x Betty Crocker gulrótarkökublanda
- Blandið kökumixinu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og skiptið í 3 x 15 cm stór kökuform og kælið botnana.
- Skerið ofan af hverjum botni það sem þarf til þess að þeir verði vel sléttir og staflist betur.
Krem
- 125 gr smjör (við stofuhita)
- 400 gr flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 2 msk sýróp (pönnukökusýróp)
- Setjið öll hráefnin nema flórsykur í hrærivélarskálina og hrærið vel saman. Bætið þá flórsykri saman við í litlum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og fallegt.
- Smyrjið góðu lagi af kremi á milli botnanna (2 lög) og þunnu lagi á toppinn til að binda alla kökumylsnu þar.
Skreyting
- 1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
- 125 gr flórsykur
- Fersk blóm að eigin vali
- Blandið saman Betty frosting og flórsykri.
- Smyrjið þunnu lagi utan um alla kökuna og yfir vanillukremið á toppnum. Þið viljið fá þekjandi og fallega áferð á toppinn en skafa vel af hliðunum svo það sjáist í hliðarnar á kökunni.
- Klippið blóm til, plastið endana og stingið í kökuna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.