Gulrótarkaka
2 bollar sykur
½ bolli olía
4 stór egg (5 ef eggin eru lítil)
2 bollar hveiti
2 tesk. sóti
2 tesk. kanil
1 tesk. salt
2 bollar rifnar gulrætur
250gr. kurlaður ananas
1 bolli valhnetur
AÐFERÐ
Allt efni í kökuna (nema ananas og valhnetur) sett í hrærivélarskálina og látið hrærast vel saman. Blandið ananas og hnetum síðast út í.
Bakist við 180 ⁰ í ca. 45- 50 mín. NB! Hitið ofninn upp í 180⁰ áður en formið er sett inn. Þegar ca. 35 mín eru liðnar af bökunartímanum er rétt að athuga kökuna. (stingið t.d. tannstöngli í miðjuna og athugið hvort hann er þurr. Þá er kakan nærri bökuð og ekki þörf á eins löngum bökunartíma og er uppfeginn.) Látið kökuna kólan í forminu.
Gott krem á kökuna.
1/3 bolli smjör
250 gr. rjómaostur
2 bollar flórsykur
½ tesk. vanilla
½ bolli kókosmjöl
½ bolli rifnar rúsínur
¼ bolli valhnetur
2 matsk. Mjólk
AÐFERÐ
Hrærið saman osti, smjöri, sykri og vanillu. Bætið öllu sem eftir er út í og smyrjið svo á kökuna.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU
ATH! Hnetur eru í þessari uppskrift. Munið eftir hnetuofnæminu! Alltaf má sleppa hnetum.