Gulrótarsúpa

Geggjuð súpa sem kemur af vef allskonar.is

þessa súpu er nauðsynlegt að nota nýjar og helst íslenskar gulrætur til að fá súpuna sæta og góða.

Gott hráefni er nauðsyn til að útkoman verði góð.

Gulrótarsúpa f.4

  • 3 msk smjör
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 4cm engiferrót, rifin
  • 2 tsk cumin, malað
  • 1/4 tsk kanill, malaður
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 600gr gulrætur, sneiddar
  • 750ml vatn
  • 2 teningar grænmetiskraftur
  • 165ml kókosmjólk(lítil dós)
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 4 tsk hunang
  • salt og pipar
  • 1/2 tsk ristuð cuminfræ
  • 2 fínsaxaðar döðlur

Undirbúningur: 10 mínútur

Suðutími: 25 mínútur

Bræddu smjörið í stórum potti við meðalhita. Bættu söxuðum lauk út í og steiktu þar til laukurinn er mjúkur en ekki farinn að brúnast. Bættu þá við hvítlauk, engifer og kryddunum; cumin, kanil, chiliflögum og steiktu í um mínútu þar til allt fer að ilma. Bættu þá við gulrótunum og steiktu í 2-3 mínútur, hrærðu vel í á meðan og athugaðu að hafa ekki of háan hita á pottinum til að kryddið brenni ekki.

Bættu nú vatninu og soðteningunum út í, settu lok á pottinn og láttu malla rólega í um 20 mínútur eða þar til gulræturnar eru mjúkar.

Notaðu töfrasprota til að mauka súpuna, þú getur líka sett hana í matvinnsluvél eða mixer, eða stappað hana með kartöflustappara.

Bættu salti og pipar og hunangi ásamt sítrónusafanum út í og smakkaðu til. Settu nú kókosmjólkina og döðlurnar út í.

Þurrristaðu cumin fræ á pönnu í 10 sekúndur og fínsaxaðu möndlur, til að setja ofan á súpuna í hverjum disk, það er líka gott að setja smá ferskt kóríander eða steinselju og smá hreina jógúrt út í hvern disk.

Dásamleg súpa borin fram með flatkökum eða nýbökuðu brauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here