![news-carrot_soup](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2012/12/news-carrot_soup.jpg)
Gulrótasúpa
2 laukar
8 stórar gulrætur
2 msk ólífuolía
1/2 l vatn
Rifinn engifer
1 tsk karrý
Sýrður rjómi
Steinselja
Hakkið laukinn og steikið, í potti, í olíu ásamt karrý. Rífið gulræturnar og skellið þeim í pottinn, ásamt vatni, látið þetta sjóða í smá stund. Blandið súpuna með töfrasprota eða hellið henni í venjulegan blandara og hellið henni svo aftur í pottinn. Kryddið með rifnum engifer og smakkið til með salti og pipar. Bætið að lokum sýrðum sjóma í þar til súpan nær réttri áferð. Skreytið með steinselju og berið fram með súpubrauði.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/01/Screenshot-2022-01-05-at-12.11.47.jpg)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.