Gwen Stefani hafnar bónorði Blake Shelton

Blake Shelton (39) hafði undirbúið mjög rómantíska stund með sinni heittelskuðu Gwen Stefani (46) þar sem hann bað hana um að giftast sér. Hann gerði innanhúss lautarferð á óðalsetri Gwen þar sem þau gæddu sér meðal annars á kjúklingabitum og þegar kjúklingurinn var búinn blasti risastór demantshringur við.

Samkvæmt heimildarmanni Radar Online sagði Gwen Stefani nei við Blake.

„Gwen var mjög snortin yfir þessu bónorði en sagðist þurfa meiri tíma til að sjá hvort hjónaband væri rétta skrefið fyrir þau og börnin,“ segir þessi heimildarmaður. Gwen á þrjá unga drengi en sá elsti er 10 ára gamall og hún og Blake hafa bara verið saman í 6 mánuði. „Gwen hefur líka áhyggjur af því að aldur hennar muni hafa áhrif á hamingju þeirra. Hún er 14 árum eldri en fyrrum eiginkona Blake, Miranda Lambert og Gwen er hrædd um að Blake verði ekki ánægður ef hann fái ekki sín eigin börn.“

Það kom ekki fyrir svo löngu síðan slúðursaga um að Gwen væri nú þegar ófrísk en það hefur væntanlega verið innantómt slúður.

SHARE