Þessi dásemd kemur frá þeim systrum hjá Matarlyst
Beef Bourguignon sem er afbragðs góður réttur sem bræðir munn og maga, er ekta svona comfort food.
Rétturinn er borinn fram með gamaldags kartöflumús, og góðu brauði sem er
nauðsynlegt með til að dýfa ofan sósuna.
Læt uppskriftina af brauðinu sem ég baka fylgja með, athugið að byrja á því að baka brauðið fyrst því ofninn er upptekin næstu 3-4 tímana.
Hráefni
5 sneiðar beikon skorið niður smátt
1,5 kg gúllas naut eða lamb
3 dl rauðvín
8 dl soð sem er 1 kjúklingakraftur og 1 grænmetiskraftur frá knorr, sem leystir eru upp í þessum 8 dl.
1 1/4 dl tómatsósa
1/2 dós tómatpúrra stór eða 1 lítil.
65 cl soya sósa aðeins meira en 1/2 dl
65 gr hveiti
3 hvítlauksrif pressuð
2 msk timjan
Salt, pipar og chili explosion
2 msk sykur
500 g kartöflur skornar í fernt
400 g sveppir skornir í fernt
5 vænar gulrætur skornar niður
Aðferð
Brúnið beikonið á pönnu, setjið í steikarapott,
Saltið og piprið kjötið brúnið á öllum hliðum á sömu pönnu í 2-3 mín, setjið í steikarapottinn. Ekki þvo pönnuna setjið rauðvín út á pönnuna ásamt soði, soya sósu, tómatsósu, tómatpúrru hrærið vel saman dassið ca 1 tsk salti, 1 tsk pipar og 1 tsk chile explosion út í ásamt 2 msk af sykri og 2 msk af timjan. Bætið hveitinu út í í gegnum sigti pískið jafnóðum saman við. Hitið saman um stund.
Pressið hvítlaukinn yfir kjötið, setjið niðurskorna grænmetið sveppi, gulrætur, kartöflur, yfir kjötið og að lokum hellið
þið sósunni yfir. Setjið lokið á pottinn og látið inn í 130 gráðu heitan ofn í 4 tíma jafnvel lengur það er í góðu lagi, því lengur því betra.
Síðasta klukkutímann hækkaði ég hitann í 150 gráður, það er 3 tíma á 130 gráður og 1 tíma á 150 gráður.
Kartöflumús
Kartöflur soðnar, skrældar, stappaðar upp úr slurk af smjöri, mjólk bætt út í svo salti og sykri Smakkið til.
Blessað brauðið…….. Þetta brauð baka ég oft og iðulega, það heppnast alltaf fullkomnlega. Móta bollur og brauðhleyfa mæli með ef gera á t.d fléttubrauð að skipta deiginu í 3 hluta og aftur í 3, baka sem sé 3 fléttubrauð.
Hráefni
625 ml volgt vatn
1 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 kg brauðhveiti þetta bláa frá kornax
Aðferð
Vatn, ger, og sykur sett saman í hrærivélaskálina, látið taka sig um stund og aðeins hrært saman.
Hveiti og salti blandað saman sett og út í gerblönduna. Vinnið saman á lágum hraða
Í 5 mín. Látið lyfta sér undir klút í 30 mín.
Mótið deigið að vild. Látið lyfta sér aftur í 20 mín. Penslið deigið með eggi ( sem búið er að píska saman )
Hitið ofninn í 190 gráður bakið í ca 25 mínútur.
Frystið restina af brauðinu.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!