Blac Chyna og Rob Kardashian hættu saman með látum í byrjun þessarar viku. Rob eyddi út öllum myndum af Blac sem hann var með inni á Instagram reikning sínum, en daginn eftir voru þau byrjuð saman aftur.
Sjá einnig: Rob Kardashian og Blac Chyna hætt saman
Blac Chyna gengur með barn þeirra Rob og hefur skartað krúttlegri bumbu seinustu vikur. Á þriðjudag sást til hennar í lúgunni á Taco Bell í Los Angeles, þar sem hún fékk sér sterkan mexíkanskan mat á silfurlitaða Range Rover-num sínum.
Það fór ekkert á milli mála að Blac var komin með trúlofunarhringinn aftur svo það virðist allt vera í lukkunnar velstandi enn á ný hjá þeim skötuhjúum.