Hinn 28 ára gamli breti, Sebastian David, var vanur að borða yfir 5000 kaloríur á dag af ruslfæði. Sebastian eyddi í kringum 140 pundum á vikum í skyndibitamat en ákvað að snúa blaðinu við.
Sjá einnig: Coco ætlar í vaxtarækt – Rassinn er í genunum
Hann hætti að borða ruslfæði og fór að mæta í ræktina. Á einungis 7 mánuðum varð ótrúleg breyting á líkamanum hans.
Sjá einnig: Ung stúlka sem lætur ekki hindranir stöðva sig
15 mánuðum eftir að hann tók fyrst upp lóð tók hann þátt í sínu fyrsta móti í vaxtarrækt og lenti í 7. sæti. Í kjölfarið fylgdu alls konar tækifæri en Sebastian segir að það komi honum alltaf á óvart þegar hann sé bókaður í fyrirsætustörf. Hann sjái ennþá sjálfan sig sem strákinn með bjórbumbuna.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.