Hættið að rífast út af kynlífi! – Gullin ráð

Auðvitað er kynlíf yndislegt en það getur samt verið rifrildisvaldur í allmörgum samböndum, yfirleitt vegna þess að annar aðilinn vill meira kynlíf en hinn.

Hér er ágætis ráð til þess að sleppa þessum leiðindarifrildum sem við fengum lánuð af síðunni SheKnows.com.

1. Vertu heiðarleg/ur þegar kemur að tilfinningum þínum

Í stað þess að fara beint í það að æsa þig við maka þinn eða að þykjast ekki taka eftir því að hinn aðilinn er að gera sig líklega/n til þess að stunda kynlíf, vertu heiðarleg/ur við hann/hana. Það kemur í veg fyrir að hinn aðilinn fái höfnunartilfinningu og þú þarft ekki að halda áfram að þykjast ekki fatta hvað hann/hún vill. Segðu bara frá því hvað það er sem fær þig ekki til að vilja kynlíf þessa stundina, hvort sem það er þreyta, höfuðverkur eða bara hvað sem er. Ef það er eitthvað sem þér finnst ekki vera að gera sig í samlífi ykkar, talaðu um það.

2. Ekki setja upp vegg

Ef þú og maki  þinn rífist reglulega um kynlíf, eru miklar líkur á því að þú setjir upp vegg þegar kemur að þessu málefni. Þú gætir átt erfitt með að ræða þetta og þess vegna er þessu aldrei lokið. Það, að eiga heilbrigt kynlíf, þýðir að þið ræðið það sem betur má fara og leysa úr því. Því feimnari sem þú ert, því erfiðara er að bæta kynlífið.

3. Finnið út hvenær hentar ykkur að stunda kynlíf

Margir eru alltaf til í kynlíf, hvar og hvenær sem er, en margir eru hinsvegar ekki þannig. Það hentar mörgum til dæmis ekki að stunda kynlíf á morgnana og öðrum finnst það kannski alveg kjörinn tími. Sumir eru kvöldsvæfir, og sofna um leið og sjónvarpsþátturinn ykkar byrjar en aðrir eru bara fullir af orku á kvöldin. Þetta getur alveg komið niður á kynlífinu og þess vegna er um að gera að finna út hvaða tími hentar ykkur til að láta vel hvert að öðru. Auðvitað er ekki mjög sexý að fara að setja þetta upp í dagatal en þetta á ekki að vera meitlað  í stein.


Sjá einnig:

 
SHARE