Parið Tina Stoklosa (39) frá Póllandi og Simon Beun (26) frá Belgíu hafa bara borðað ávexti seinustu 3 ár.
Tina segir frá reynslu sinni á DailyMail og segir að hún hafi byrjað á ávaxtamataræðinu þegar hún var að hugsa um að hreinsa líkama sinni fyrir jólin fyrir 5 árum síðan. Hún segist fljótlega hafa fundið að hún var orkumeiri, glaðari og henni fannst hún líka vera mun unglegri.
Tveimur árum seinna ákvað Tina að flytja til Balí og taka ávaxtarmataræðið föstum tökum. Hún léttist mikið en hún var 83 kg en er í dag 51 kg.
Tina kynntist núverandi unnusta sínum, Simon, á Balí en hann var líka á þessu sama mataræði. Í dag borða þau bara sæta ávexti og borða um 2000 – 4000 kaloríur á dag. Við þorsta drekka þau kókoshnetuvatn. Þau segjast ekki hafa burstað tennur sínar í tvö ár því trefjarnar í ávöxtunum hreinsa þær. Einnig segjast þau hafa læknast af þunglyndi og öðrum krónískum veikindum.
Þau segja frá lífi sínu á Youtube.