Hafa sett skilnaðinn á bið

Jennifer Garner og Ben Affleck hafa sett áform sín um skilnað á bið. Þau eiga saman 3 börn, Violet (10), Seraphina (7) og Samuel (4) og voru gift í 10 ár.

Sjá einnig: Ben Affleck mætti fullur í spjallþáttaviðtal

Hjónin tilkynntu það á seinasta ári að þau væru að fara að skilja en það er ekki enn komið í gegn og óvíst hvort þau fari alla leið með hann. Heimildarmaður Us Weekly sagði: „Jen sagði fyrir nokkrum mánuðum að skilnaðurinn færi fljótlega í gegn, en svo breyttist eitthvað fyrir nokkrum vikum.“ Þessi sami heimildarmaður sagði líka að Jen væri augljóslega enn ástfangin af Ben en sé að setja hagsmuni barnanna í fyrsta sæti. Þau búa ennþá saman og Ben vill fá Jennifer aftur en það er hún sem er á bremsunni.

SHARE