Það er erfitt að ímynda sér að Kris Jenner hafi einhvern tímann verið það fátæk, að hún hafði ekki efni á að kaupa sér tómat. Í dag stjórnar hún KarJenner veldinu og veit ekki aura sinna tal.
Í nýlegu viðtali segir Kris frá því þegar hún hélt framhjá þáverandi eiginmanni sínum, Robert Kardashian eldri, skilnaðinum og þeim erfiðleikum sem því honum fylgdu.
Kris og Robert giftu sig árið 1978 og eftir að hún hélt framhjá honum með Todd Waterman, óskaði Robert eftir skilnaði árið 1991. Lögfræðingurinn og viðskiptajöfurinn lokaði öllum kortum hennar og skildi Kris eftir alveg blanka.
Ég átti ekkert,
segir Kris í viðtali hjá OBJECTified, þætti sem er á Fox News Channel
Ég fór að versla í matinn einn daginn og kortin mín virkuðu ekki. Ég gat ekki einu sinni keypt tómat!
Kris viðurkenndi framhjáhald sitt, árið 2011, í æviminningum sínum: Kris Jenner… And All Things Kardashian. Þar sagði hún að hún sæi eftir því að hafa tekið þetta hliðarspor.
Ég var ekki stolt af þessu. Þegar ég lít til baka núna, er þetta eitt af því sem ég sé mest eftir og varð til þess að hjónabandið endaði.
Krist og Robert eiga dæturnar Kourtney, Kim og Khloé, og soninn Rob. Hann dó úr krabbameini árið 2003 þegar hann var 59 ára gamall.