Stelpurnar á Nudemagazine segja frá frægasta gæludýri heims nú á dögunum:
Það er ekki víst að allir bílaáhugamenn hafi borið kennsl á stjörnuna í dagatali Opel bílaframleiðandans fyrir árið 2015, þó nafn hennar sé býsna þekkt og hún sjálf dáð um allan heim. Eflaust er kisulóra þessi ekki hefðbundin fyrirsæta en þó er hún mjög eftirsótt sem slík. Dagatalið prýðir engin önnur en hin óviðjafnanlega Choupette Lagerfeld, lífskúnstner, tískudrós og bloggari. Myndirnar tók Karl Lagerfeld sem jafnframt er eigandi hennar.
Litla fallega kisan lifir góðu lífi og er dekraðri en allflestir kettir í heimi:
- Choupette fer ekkert án aðstoðarmanna sinna tveggja, Françoise og Marjorie. Þær fylgjast náið með Choupette og sjá til þess að þörfum hennar sé fullnægt allan sólarhringinn. Þær skrásetja hegðun hennar og ganga úr skugga um að hún líti alltaf vel út. Sagt er að Choupette kjósi félagsskap Françoise framyfir Marjorie.
- Choupette er með lífvörð sem verndar hana fyrir ágengum aðdáendum.
- Choupette er með einkalækni sem vitjar hennar eftir þörfum á heimili þeirra Karls.
- Choupette ferðast aðeins í einkaþotu og hefur sérhannaðar ferðatöskur frá Goyard og Louis Vuitton með sér í ferðalögin.
Sjáðu fleiri myndir og greinina í heild hér!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.