Þessar afar góðu kökur þarf ekki að baka, eru tiltölulega fljótlegar í undirbúning og afar góðar með kaffibollanum. Uppskriftin kemur auðvitað frá vinkonu okkar henni Ragnheiði frá Matarlyst á Facebook.
Hráefni
Botn
420 g haframjöl
200 g hnetur skornar niður ég notaði möndlur og casjuhnetur.
6 msk hnetusmjör (vænar venjulegar msk)
6 msk hunang meira ef þarf til að koma deiginu saman.
Setjið öll hráefni saman í skál, blandið saman með höndum.
Smyrjið muffinsform úr járni með olíu, þrýstið deiginu ofaní formið og upp brúnirnar passið að hafa ávala holu niður í miðju fyrir fyllingu. Frystið í 10 mín Uppskriftin gefur
12 -13 stk. Einnig er hægt að setja í minni form.
Fylling
1½ bolli hnetusmjör
Setjið hnetusmjör i pott, bræðið við vægan hita, setjið í t.d sósukönnu hellið ofaní kökuna.
Frystið í 10 mín.
Toppur
250 g suðursúkkulaði
1 tsk kókosolía
Bræðið yfir vatnsbaði, takið skálina upp, látið standa í 3 mín ca, setjið í könnu hellið yfir kökurnar.
Frystið í 10 mín.
Geymið kökurnar í frysti þar geymast þær best eða í loftþéttu íláti í ísskáp.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.