Hafrakökur með rúsínum og súkkulaðibitum

Hafrakökur með Rúsínum og súkkulaðibitum  

Þetta eru 36 kökur

Efni

  • 2 bollar hveiti
  • 1/3 bolli haframél
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. gróft salt (t.d. sjávarsalt)
  • 1 bolli smjör (mjúkt)
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur ( þjappaðu sykurinn þegar þú mælir)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 stór egg
  • 1 bolli súkkulaðibitar (suðusúkkulaði)
  • 1 bolli rúsínur

Aðferð

  1. Hitaðu ofninn upp í 190⁰ . Settu bökunarpappír á 2 plötur.
  2. Blandaðu saman í skál hveitinu, höfrum, lyftiduft og salti.
  3. Settu smjörið, sykurinn og púðursykurinn og vanilludropana í hrærivélarskáli og láttu vélina hræra vel á meðalhraða.
  4. Stilltu hraðann á minnsta hraða og bættu þurrefnunum (frá # 2) út í. (Það er best að  moka þurrefnunum með stórri skeið út í hrærivélarskálina).
  5. Nú bætirðu eggjunum út í deigið og lætur vélina hræra vel eftir hvort egg.
  6. Bættu súkkulaðibitunum og rúsínunum út í og láttu vélina hræra til að blanda þessu saman við deigið.
  7. Taktu nú deig með matskeið og settu á plöturnar. Hafðu millibilið u.þ.b. 5 cm. Kökurnar eiga að bakast í 9-11 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Láttu kökurnar kólna.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here