Hafkalk ehf. er fjökskyldufyrirtæki á Bíldudal sem framleiðir íslenskar heilsuvörur úr hafinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 en hóf rekstur í núverandi mynd í janúar 2009. Aðaleigandi þess og stofnandi er Jörundur Garðarsson sem hefur áralanga reynslu úr matvælaiðnaði og gæðastjórnun.
Vottunarstofan Tún staðfesti á árinu 2012 að Hafkalk ehf. uppfyllti reglur um framleiðslu náttúruvara. Með vottun Túns er staðfest að Hafkalk noti einungis viðurkennd hráefni við framleiðslu á hinum vottuðu vörum, að aðferðir við úrvinnslu og blöndun samræmist reglum um framleiðslu náttúruvara.
Hvað eru kalkþörungar?
Kalkþörungurinn er sjávarjurt sem er náttúrulega rík af ýmsum steinefnum. Þar ber helst að nefna kalk og magnesíum, auk 72 annarra stein- og snefilefna s.s sink, járn, joð og selen.
Kalkþörungarnir sem notaðir eru í Hafkalk eru teknir af sjávarbotni utan við Langanes í Arnarfirði. Fjörðurinn er einn sá stærsti á landinu en aðeins búa um 200 manns við fjörðinn. Kalkþörungarnir eru vottuð náttúruafurð og jafnframt eru þeir vottaðir til lífrænnar framleiðslu.
Fæðubótaefni Hafkalks ehf.
Haf-Ró inniheldur náttúrulegt magnesíum extrakt unnið úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Það inniheldur einnig B6 og C vítamín sem styðja við virkni efnanna.
Mikið magn virkra efna er í hverju hylki af Haf-Ró. Magnesíum og Hafkalk vinna saman og jafnframt tekur magnesíum þátt í að koma jafnvægi á kalkbúskap líkamans.
Hafkraftur inniheldur sjávarmagnesíum og Sink-L-Aspartate sem er auðmelt og kraftmikið sink, bundið amínósýrunni L-Aspartate. Hafkraftur inniheldur einnig öflugan skammt af virku B6 vítamíni sem virkar án umbreytingar í lifur auk C vítamíns sem styður við virkni efnanna. Innihaldsefni Hafkrafts vinna öll saman að því að stuðla að jafnvægi í orkubúskap líkamans.
Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku. Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn getur ekki geymt og því mikilvægt að viðhalda með réttu mataræði daglega eða með neyslu fæðubótarefna.
Önnur fæðubótarefni Hafkalks ehf. eru Hafkrill og Hafkalk.
Hafkalk ehf. notar einungis innihaldsefni af hæsta gæðaflokki fyrir allar framleiðsluvörur sínar og jafnframt eru þær án erfðabreyttra innihaldsefna, lausar við fylliefni, kekkjavarnarefni og önnur óæskileg íblöndunarefni.
Hér er um einstök íslensk fæðubótarefni að ræða, unnin og framleidd hér heima án allra aukaefna. Við á Hún.is hvetjum konur (og karla) til að prófa þessi frábæru fæðubótarefni.