Einkennileg sjón blasti fyrir mönnum þegar þeir ráku augun í strandaðan háhyrning í bresku Kólumbíu í Kanada á dögunum. Ungur háhyrningur hafði strandað í klettum við ströndina þegar fjara myndaðist og gat sér enga björg veitt. Mennirnir gerðu sér lítið fyrir og sáu til þess að dýrið myndi ekki þorna upp og vöfðu því í blaut teppi og handklæði og biðu eftir að flóð kæmi.
Strandaður lítill háhyrningur: Merkileg sjón að sjá hval upp í fjöruklettnunum.
Mennirnir vöfðu háhyrninginn inn í handklæði og sáu til þess að dýrið myndi ekki ofþorna.
Loksins hólpinn: Háhyrningurinn var laus úr prísundinni þökk sér mönnunum.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.