Hallærislegar tískubólur sem þarf að sprengja – Myndir

 

tiskarihanna

1. Gegnsæ föt

Sérstaklega gegnsæ föt og ekkert undir. Hættu þessari sjálfsblekkingu – þú ert nakin, ekki tískumeðvituð. Nýju fötin keisarans anyone?

tiskagalla

2. Göt og rifur

Einstaka rifur í gallabuxunum sleppa en þegar það er farið að líta út eins og þú hafir orðið fyrir árás fjallaljóna er of langt gengið. Hentu lörfunum.

tiskaleggings

3. Of þröngar leggings

Þegar leggingsarnar eru svo þröngar að efnið strekkist yfir líkamann á þér og þar með þynnist svo það sést í gegn og í húðina á þér, þá eru þær of þröngar. Grennstu konur finna allt í einu fellingar sem hafa hvergi verið áður. Of þröng föt fara engum vel.

tiskamynstur

4. Of mikið mynstur

Það getur vel gengið að blanda saman mynstri, en of mikið mynstur er of mikið og getur valdið sjóveiki hjá gangandi vegfarendum.

tiskastutt

5. Of stuttar stuttbuxur

Stuttbuxur eru hrikalega þægilegar. Of stuttar stuttbuxur, svo stuttar að rasskinnarnar hanga út eru hinsvegar ekki þægilegar. Og fara engum vel. Hyldu á þér rassinn.

tiskanaer

6. Nærbuxur sem kíkja upp úr buxnastrengnum

Á hræðilegu tímabili var þetta í tísku, g-strengurinn var ofar en buxnastrengurinn. Strákarnir kannast örugglega við þetta líka, boxerarnir voru valdir eftir mynstri á rassinum – því það sást. Undirföt eru akkúrat það, UNDIRföt. Haldið þeim innan ytri klæðnaðar.

 

 

SHARE