Hamingjusamasti póstútburðarmaður heims slær áhorfsmet á netinu

Dansandi póstútburðarmaður, fúlskeggjaður og húðflúraður í bak og fyrir – herjar nú á á íbúa Exeter, Devon í Bretlandi. Ekki nóg með að maðurinn taki létt dansspor í átt að íbúum sem bíða pakka í ofvæni, heldur er hann einnig þekktur fyrir að skrúfa tónlistina í botn og hrífa melódískar húsmæður með í dansinn.

Sjá einnig: Það er komið framhald af Gangnam Style – Myndband

27C80A9A00000578-3046872-image-a-23_1429532785210

Maðurinn heitir Adam Prowse og er 34 ára gamall, en hann starfar hjá konunglegu póstþjónustunni í Bretlandi – eða Royal Mail og hefur algerlega slegið í gegn á YouTube. Kunnugir segja að Adam hafi yfir sér ákveðinn stíl þegar hann trítlar léttfættur með pakkana í póstkassana og flestir bíða í ofvæni eftir póstútburðinum hvern dag – sérstaklega Nichola nokkur Sullings, 57 ára gömul húsmóðir í Exeter.

Í viðtali við breska miðilinn Daily Mail segist Adam alltaf hafa verið ófeminn og að honum finnist starfið skemmtilegt:

Ég get ekki dansað við hvern sem er. Það myndi taka allan daginn. Ég verð að bera út einhvern póst líka en sumir viðskiptavinir eru bara þannig gerðir að ég brest í dans. Stundum getur maður bara ekki annað en hlegið. 

Sjá einnig: Brast í dans í yfirfullri lest og bað fólk að taka sporið 

27C6030D00000578-0-image-m-39_1429525613873

Adam, sem er harðtrúlofaður segir dansinn ekkert hafa með daður að gera og á í fullu fangi með að bægja frá sér ágengum kvenaðdáendum sem ólmar vilja fá hann til að bera út í hverfinu. En hann er hæstánægður með unnustu sinni og segir af og frá að hann langi að taka hliðarspor:

Það fyndnasta er að ég hef aldrei talað almennilega við Nicholu. Ég ber bara út póstinn til hennar og við tökum smá dans. Svo tekur hún við póstinum og ég dansa í burtu. 

SHARE