Sumir karlmenn hafa af og til miklar ranghugmyndir um kvenmenn, ég held það sé bæði vegna þess að oft botna þeir ekkert í okkur en einnig vegna þess einfaldlega að þeir halda að smá stund í nærveru þeirra lagi öll heimsins vandamál ( þegar ég segi “í nærveru þeirra” er ég bara að orða þetta pent – svona fyrir yngri lesendur)
Hérna er smá dæmi
Sigga er uppgefin eftir langa vinnuviku, hefur ekki fengið “me” time í langan tíma, ekkert komist í ræktina og ofan á allt eru hormónarnir á fullu, hún fer loksins út og hittir vinkonurnar. Þær eru nýkomnar út á dansgólf þegar 2 jólasveinar labba að þeim og byrja að dansa á milli þeirra (hver kannast ekki við þetta?) eftir að hafa reynt að gefa ungu mönnunum hint um að þær hefðu ekki áhuga þá segir Sigga loksins “heyrðu vinur… farðu eitthvert annað”
Strákarnir fara loksins en segja við hvorn annan “úff ein sem vantar að fá að ríða” eða … “þessi hefur nú ekki fengið að ríða í langan tíma, grumpy”- afsakið orðbragðið en svona er þetta bara.
Ekki veit ég hvað það er sem gerir það að verkum að strákar séu á því að ef kona er í vondu skapi sé það vegna þess að hún hafi ekki “fengið að ríða” í langan tíma, og þegar þeir tala um að hún hafi ekki “fengið að ríða” er að sjálfsögðu bara átt við að stunda kynlíf með karlmanni þar sem limur fer inn í leggöng – því að auðvitað verður kona ekki fullnægð án þess, eða hvað ?
Eins með það þegar karlar ætla að vera rosalega almennilegir og bjóða sig fram í kynmök með lesbíupari – verða svo rosalega hissa þegar þær neita því og skilja ekkert í því hvernig þær geti eiginlega notið kynlífs án þess að hafa karlmann með ! Það bara hlýtur eitthvað að vanta í líf þeirra – karlmann
Það er nú bara þannig elsku drengir að við förum bara stundum í vont skap alveg eins og þið hvort sem við höfum stundað kynlíf eða ekki, og þrátt fyrir að kona eigi ekki kærasta eða sé lesbía er hún fullfær um að fullnægja sér alveg án karlmanns, þó að þið séuð alveg frábærir og ómissandi í tilveruna þá gera strákar , ég segi strákar vegna þess að karlmenn tala ekki svona, lítið úr sér með því að tala svona.
Þið eruð frábærir, en stundum misskiljið þið bara hlutina rosalega