Í Bandaríkjunum eru jólasokkar á hverju heimili um hátíðarnar. Það hefur ekki verið til siðs á Íslandi að fá gjafir í jólasokk en það eru alltaf æ fleiri sem fá sér jólasokk til skreytingar á heimilunum. Það er hægt að kaupa þá tilbúna og eins hægt að kaupa það sem þarf í hann og búa hann til í höndum.
Þessir jólasokkar hér fyrir neðan eru handgerðir og ótrúlega flottir. Þeir eru öðruvísi en þessir klassísku.
Þessir eru frá Moxie and Oliver og eru saumaðir úr leðri
Þessir eru frá Habitation Boheme og eru gerðir úr sekkjum utan af kaffi
Þessir eru heldur litríkari og eru frá Urban Creative
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.