Handtekinn um miðja nótt: Chris ástjúkur og trylltur á eftir Karrueche

Allt logar í óeirðum milli Karrueche Tran og Chris Brown, ef marka má slúðurmiðlana og ljósmyndir sem náðust af fyrrum turtildúfunum á skemmtistað í Los Angeles nú í vikunni.

Heiftarlegt rifrildi braust út milli þeirra á skemmtistað sl. fimmtudags en að sögn nærstaddra sjónarvotta var stúlkan stödd á PLAYHOUSE næturklúbbnum til að styðja og hvetja bestu vinkonu sína, Christinu Milian áfram, sem var gestgjafi kvöldsins. Karrueche var úthlutað borði á besta stað og sat þar umkringd vinafólki þegar Chris bar að garði og keypti hann umsvifalaust næsta borð við hlið Karrueche og bar sig blíðlega við stúlkuna, sem vildi augljóslega ekkert með manninn hafa.

Sjá einnig: Kylie Jenner vill fá afsökunarbeiðni frá Chris Brown

coverwenn22560849__oPt

Skemmst er frá því að segja að Karreuche sleit áralöngu og um leið stormasömu sambandi þeirra Chris fyrr á þessu ári þegar upp komst að hann hefði barnað þá gifta vinkonu parsins, sem ákvað að ganga með barnið og er faðernispróf lá fyrir og ljóst var að það er enginn annar en Chris sem á litlu stúlkuna, sleit parið samskiptum með hvelli og hafa slúðurmiðlar elt bæði á röndum alltaf götur síðan.

Sjá einnig: Á 9 mánaða gamla stúlku sem engin vissi af

wenn22560853(1)__oPt

Fyrirsagnir hafa ýmist gefið til kynna að parið ætli að taka saman aftur; að Karreuche, sem víetnömsk og 27 ára að aldri, sé brjáluð út í metsölusöngvarann og allt að því að Chris ætli sér að taka saman við barnsmóður sína, sem sé ekki á þeim buxunum sjálf og hafi hafnað söngvaranum aðgengi að eins árs afmæli dóttur þeirra.

Sjá einnig: Kom að ókunnugri konu nakinni upp í rúmi hjá sér

wenn22560852(1)__oPt

Af meðfylgjandi ljósmyndum fer þó ekki á milli mála að eitt er víst – engra sætta er að vænta á þessum vígvelli í nánustu framtíð og að Karreuche, sem yfirgaf skemmtistaðinn í fússi, kærir sig ekki um návist Chris – sem elti hana inn í bíl fyrir utan skemmtistaðinn og var umsvifalaust vísað út af bílstjóranum, sem ók fyrirsætunni smávöxnu á brott.

Sjá einnig: Og Rihanna er nakin í Þýskalandi – Myndir

wenn22560848__oPt

Þá var Chris vísað í burt frá heimili Karreuche í lögreglufylgd fyrr í vikunni um fjögurleytið að nóttu til, en þegar lögregluna bar að garði hafði látúnsbarkinn ástjúki vakið upp meirihluta nágranna með kalli og öskrum við útihurð stúlkunnar, sem lét loks deigan síga og hleypti manninum inn.

Sjá einnig: Chris Brown deilir myndum af dóttur sinni í fyrsta sinn

wenn22560846(1)__oPt

Það var ekki Karreuche sjálf sem óskaði eftir aðstoð lögreglu, heldur svefnvana og bálreiðir nágrannar, sem óskuðu þess eins að fá að sofa til morguns, en Chris yfirgaf svæðið að sögn án þess að hreyfa mótbárum við.

SHARE