Handþvottur

Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þvo sér vel um hendurnar en samt sem áður er handþvotti oft ábótant. Rannsóknir hafa sýnt að með því að þvo sér vel og reglulega um hendurnar er hægt að draga verulega úr líkum á smiti og þannig minnka líkur á að veikjast sjálfur. Ein rannsókn  sem framkvæmd var í Háskólanum í Arizona  sýndi  fram á að það tók ekki nema 30 mínútur fyrir sýkla  að dreifast frá símtóli á skrifstofu  og hurðahúnum yfir á lyklaborð, penna, hendur og andlit starfsmanna. Þetta gerist þegar starsfmenn snerta sýkt svæði ( eins og hurðahún) og bera sýklana  með sér á höndunum áfram á næsta hlut sem þeir snerta.  Með handþvotti er hægt að rjúfa þessa smitleið og þess vegna  er handþvottur viðurkenndur sem mikilvægasta sýkingarvörnin sem hægt er að viðhafa. Þeir staðir þar sem mestar líkur eru að mikið sé af sýklum  eru staðir sem margir snerta eins og:

Afgreiðsluborð

Lyftuhnappar og handrið í rúllustigum

Handföng á innkaupakerrum

Leiksvæði barna ( inni)

Líkamsræktartæki Pennar við afgreiðslukassa

og margir fleiri…

Það er mikilvægt að þvo sér um hendur …   eftir að hafa haldið fyrir munninn eftir að hafa hóstað eða hnerrað/snýtt sér, líka þó notað sé bréfklútur eða vasaklútur. eftir að hafa notað á baðherbergið. fyrir og eftir meðhöndlun á hráum mat. fyrir neyslu matvæla. eftir að hafa notað hraðbanka eða handleikið peninga. eftir að hafa notað almenningssíma, penna á afgreiðslukössum, rúllustiga, lyftur og annað slíkt.

Hvernig á að þvo hendur: Bleyta þær fyrst með volgu vatni   Sápa vel í 10-15 sekúndur og muna að hreinsa vel milli fingra og undir nöglum. Þumalfingur og handarbök verða gjarnan útundan Skola sápuna vel af með volgu vatni og þurrka vel.

Mælt er með því að nota bréfþurrkur eða blásara til að þurrka hendur á almenningsalernum (Skólar, leikskólar, vinnustaðir  oþh.). Gott er að nota bréfþurrkuna til að skrúfa fyrir kranann til að hendurnar mengist ekki  á ný.

Munum svo að við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það þarf að kenna þeim að þvo sér um hendur líka.

 

SHARE