Nýja tónlistarmyndband Sam Smith er að rugga bátnum hjá fólki þessa daganna en það vekur líka umræðu um áhugaverða spurningu … er kynhneigð bara leikur gagnkynhneiðra manneskju??? Söngvarinn sem skilgreinir sig sig kynsegin gaf út þetta myndband fyrir nýjustu smáskífu sína “I’m Not Here To Make Friends,” sem er á nýútkominni plötu hans.
Sam sem klæðist nokkrum áberandi búningum, þar á meðal einum þar sem hán klæðist korseletti og með bera bringu meðan hán hylur geirvörturnar. Einnig eru dansararnir og aðrir í myndbandi fáklæddir og í ögrandi búningum.
Myndbandið sem er nýkomið út hefur kallað á mikil viðbrögð hjá fólki. Þó aðalega hneyksluðu fólki sem telur myndbandið óviðeigandi. Sérstaklega þar sem börn gætu rekist á það á YouTube.
En að sjálfsögðu eru ekki allir á sömu skoðunum. Og hefur verið bent á til dæmis hvar er öll hneykslin eru þegar þegar við sjáum gagnkynhneigða karla og konur gera það sama (ef ekki verra) í tónlistarmyndböndum fyrri tíma? Það er sanngjörn spurning að setja fram. Einn einstaklingur fór yfir þetta augljósa tvöfalda siðgæði nokkuð vel á TikTok – áhrifavaldurinn Max Hovey kom Sam til varnar og sagði að gagnrýnin væri ósanngjörn og röng.