Gæfa sem allir aðrir karlmenn þrá, genatískur galli eða gabb ársins?
Reddit notandinn DoubleDickDude (DDD) sem heldur því fram að hann sé með tvö typpi, birti myndir af þeim til sönnunar fyrir nokkrum dögum síðan á Imgur og segist hæstánægður með „ástand” sitt. Hann segir bæði typpin virka fínt og að hann geti haldið endalaust áfram þar sem annað geti tekið við þegar hitt hefur lokið sér af og svo koll af kolli.
DDD segist fæddur með hinn sjaldgæfa Diphallia en skv. Wikipedia var fyrsta tilvikið skráð árið 1609, en 1 af hverjum 5,5 milljón karlmönnum í Bandaríkjunum fæðist með þennan genagalla.
Á aðeins örfáum klukkustundum höfðu notendur Reddit sett inn 12.000 athugasemdir undir liðnum „Spurðu mig að hverju sem er” á notendasíðu DDD. Hann svaraði öllum spurningum og þar kom meðal annars þetta fram:
-Hann er tvíkynhneigður og er í sambandi með bæði karli og konu.
-Hann íhugaði að láta fjarlægja annan félagann þegar hann var unglingur, en í dag er hann hamingjusamur með ástand sitt.
-Hann fær sáðlát og pissar með báðum typpum samtímis og bæði eru fullfær um að stunda kynlíf, þó að hægra sé aðeins viðkvæmara fyrir snertingu.
Aðspurður um viðbrögð kvenbólfélaga sinna segir hann að sumar hafi verið alveg WOW og ekki trúað eigin augun, aðrar hafi haldið því fram að þetta væri feik, sumar hafi fríkað út og kallað hann öllum illum nöfnum. Flestir bólfélagar hans séu þó forvitnir, konurnar séu stressaðar og margar hætti við á síðustu stundu, en karlarnir hætti aldrei við; þeir vilji alltaf halda áfram þó þeim finnist þetta svolítið fríkað. Hann segist hættur að stunda einnar nætur kynni en hafi sofið hjá fullt af fólki á sínum yngri árum. Í dag fái hann hins vegar enga ánægju út úr einnar nætur kynnum.
Ef um gabb og góða myndvinnsluhæfileika er að ræða þá er það þrælsniðugt með blöndu af húmor og frumlegheitum (pælið í að svara 12.000 spurningum hikstalaust), ef ekki þá verður maður að óska honum til hamingju með að vera einstakur: Hann alla vega segist hamingjusamur.