Skilnaður getur verið sár og við höfum öll okkar eigin aðferð til að takast á við hann. Kevin Cotter notaði all sérstaka leið, hann fann 101 aðferð til að nota brúðarkjól sinnar fyrrverandi og hefur hann í kjölfarið orðinn vinsæll á netinu.
Fyrrum eiginkona Kevins yfirgaf ekki bara hann árið 2009 eftir 12 ára hjónaband, heldur skildi hún líka eftir brúðarkjólinn sinn.
“Hvað á ég að gera við hann?” spurði Kevin fyrrum eiginkonu sína. “Hvern fjandann sem þig langar að gera!” svaraði hún. Og það var akkúrat það sem hann gerði.
Með aðstoð fjölskyldu sinnar byrjaði Kevin að pæla í hvað hann gæti gert við kjólinn. Hann og bróðir hans urðu fljótlega stútfullir af hugmyndum, svo að þeir byrjuðu að taka myndir af Kevin þar sem að hann notaði kjólinn í einstaka fáránlegum og fyndnum aðstæðum.
Það sem byrjaði sem aðferð til að komast yfir höfnunina varð fljótlega að skrýtnum lífstíl. Það tók þá ekki langa stund að sjá möguleikana í stöðunni, svo að þeir ákváðu að deila myndunum með almenningi og stofnuðu blog tileinkað aðferðum þeirra við að notkuninni á brúðarkjólnum. Árið 2011 gáfu þeir svo út bók “101 aðferð til að nota brúðarkjól minnar fyrrverandi”.
Barnapoki: Kjólinn virkar vel sem barnapoki og jafnvel hundapoki.
Tuska fyrir bílaþvott: Kjólinn virkar ekki vel sem handklæði þar sem að hann heldur illa vatni og virkar líka illa sem moppa.
Nútímalist: Mér líkaði mjög vel við útkomuna. Ef að ég hefði ekki þurft að nota kjólinn meira, þá hefði ég hengt þetta upp á vegg svona.
Ofurhetjuskikkja: Ég mætti í ræktarátak hjá vinunum sem Kapteinn Brúðarkjóll.
Neyðarskýli: Kjólinn virkaði ekki vel þar sem að stangirnar sem héldu honum uppi voru ekki nógu stöðugar í sandinum. En ég býst við að í neyð væri þetta betra en ekkert.
Go kart fallhlíf: Kjólinn var þungur svo að það var erfitt að fá hann á loft.
Hengirúm: Ég var hræddur um að kjólinn myndi ekki þola þyngd mína, en bróðir minn hvatti mig áfram. En kjólinn hélt mér án vandamála. Þessi mynd varð líka kápan á bókinni.
Jógamotta: Þetta var í fyrsta skipti sem að ég prófaði jóga og ég fílaði það mjög vel, sérstaklega með kjól fyrrverandi sem mottu.
Sippuband: Ég er núverandi heimsmeistari í að sippa með brúðarkjól. Heimsmetabók Guinness sagði mér að metið yrði ekki sett inn hjá þeim, en ég er ánægður með 37 hopp í röð.
Smekkur: Það fyndna er að veitingastaðurinn var fullur af fólki og enginn sagði neitt. Ekki einusinni þjónustustúlkan okkar.
Segl: Það er ekki mikið af vötnum í Tucson þannig að við settum upp segl í sjóræningjaskipi á mini golfvellinum í nágrenninu.
Fuglahræða: Við settum kjólinn upp án höfuðs, en þegar ég sá Svarthöfðagrímuna var það engin spurning.
Sturtuhengi: Faldurinn neðst á kjólnum er með götum þannig að það var ekkert mál að hengja hann upp. Ég fór þó bara einusinni í sturtu þar sem að kjólinn er ekki vatnsheldur.
Bílyfirbreiðsla: Það verður oft svo heitt hérna að maður getur ekki komið við stýrið. Þá er gott að eiga yfirbreiðslu.
Dulargervi í snjó: Það er ekki mikið af snjó hér, en um það bil eins klukkustundar akstur héðan er fjall sem snjóar í. Útkoman var mjög góð.
Sumógrímubrók: Kjólinn kom vel út sem ein slík, en þar sem að þetta var ein af síðustu notkunarmöguleikunum sem við prófuðum þá klæjaði mig svolítið undan honum.
Sólhlíf: Það tók um það bil hálftíma að hengja upp kjólinn, en hann virkaði mjög vel.
Togkaðall: Ég hélt að ég þyrfti að feika þessa mynd, en við drógum bíll um það bil 3 kílómetra. Ég ætlaði ekki að trúa þessu.
Grímubúningur: Á hverju ári er dagur hinna dauðu haldinn hátíðlegur í Tucson með skrúðgöngu og skemmtun. Ég mætti sem Zombiebrúður og sló í gegn.
Vatnsrennibraut: Notendur blogsins stungu margoft upp á þessu. Ég veit ekki hvað þeir voru að pæla. Brúðarkjólar eru hálir en renna ekki. Ég meiddi mig bara á þessu.