Systkinin Andri Valgeirsson og Dagný Valgeirsdóttir ætla að taka þátt í 3 km skemmtiskokkinu á Menningarnótt sem er hluti af Reykjavíkurmaraþoninu en þó með örlítið óhefðbundnum hætti.
Andri sem notast við hjólastól dagsdaglega hyggst ganga 3 km með hjálp spelkna á meðan systir hans mun fara þessa 3 km á rafmagnshjólastólnum hans. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim tekst til en Dagný vonast til þess eins að komast á leiðarenda án þess að taka niður aðra keppendur.
Systkinin hlaupa til styrktar Hjólastólahandbolta HK en sú íþrótt hefur hjálpað Andra að byggja upp þol fyrir skemmtiskokkið. Keppnisstólarnir sem Hjólastólahandbolti HK nýtist við eru dýrir í kaupum en hver stóll kostar vel yfir hálfa milljón.
Hægt er að heita á þau Dagný og Andra inná Hlaupastyrkur.is eða með því að smella hér.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.