Það olli töluverðu fjaðrafoki í seinustu viku þegar Harry prins sendi frá sér tilkynningu um að hann ætlaði í mál við Sun og Daily Mirror. Ástæðan fyrir málsókninni er meint símahlerun sem átti sér stað um 2011, en símsvari Harry á að hafa verið hleraður. Þessi tilkynning kemur nokkrum dögum eftir að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, tilkynntu að Meghan ætlaði í mál við Mail on Sunday vegna brots á höfundarrétti og misnotkun persónuupplýsinga, eftir að bréf hennar til föður síns, var prentað í blaðinu eftir brúðkaup þeirra Harrys.
Samkvæmt Vanity Fair eru þessar aðgerðir þeirra til þess gerðar að breyta samskiptum konungsfjölskyldunnar og fjölmiðla. Heimildarmaður segir að þau muni taka málsóknir sínar alla leið til þess að breyta framkomu fjölmiðla gagnvart þeim.
David Watkins hefur séð um Instagram hjónanna og segir heimildarmaðurinn að Harry og Meghan sjái fyrir sér að framtíðin verði á Instagram
Sjá einnig: Harry bretaprins með mömmu sinni – Myndir
„Þau eru að ná til fólks um allan heim án þess að fara í gegnum fjölmiðlana og fá að stjórna því hvernig heimurinn sér þau. Það skiptir Harry miklu máli að klippa á milliliðinn sem fjölmiðlar eru, því hann hatar fjölmiðla,“ segir heimildarmaðurinn.
„Harry er staðráðinn í að ná fram hefndum gagnvart fjölmiðlum, sem lögðu líf móður hans í rúst.“