Hann hætti bara að svara mér – Þjóðarsálin

Þessi grein er aðsend inn í Þjóðarsál Hún.is.

Langar að koma með smá innlegg hérna inn á vefinn en þannig er mál með vexti að við vinkonurnar tölum eðlilega um okkar kynni og ástarsambönd og þess háttar.
Það kom mér hrikalega á óvart hvað við lendum mikið í sömu reynslunni í sambandi við hitt kynið.

Ég hef verið í lengi í sambandi og það að fara á deit og hitta nýja menn er nýtt fyrir mér.
Fyrir nokkrum vikum síðan fer ég að hitta þennan myndarlega strák sem er félagi kærasta vinkonu minnar, þannig kynntumst við.
Allt gekk hratt fyrir sig og það var eins og við værum í sambandi, hann var ótrúlega góður við mig og ég hugsaði með mér að nú hlyti þetta að vera komið, þessum vil ég vera með.
Allt gekk vel í nokkrar vikur hjá okkur þangað til hann hætti að svara mér… já hann hætti bara að svara mér.
Engin skýring ekki neitt.
Ég var kannski eins og brjáluð kelling en ég hringi nokkrum sinnum og sendi sms hvað málið væri eiginlega en allt kom fyrir ekki, ég fékk ekkert svar.
Það eru liðnar 2 vikur frá þessu og hef ekkert heyrt eða séð hann.

Nú skil ég ekki alveg, það kom ekkert uppá og að ég held gerði ég ekkert rangt, eflaust hefur hann áttað sig á því að hann væri ekki hrifinn af mér en gat hann þá ekki sagt það við mig?
Er þetta bara eðlilegt að vera búinn að hitta og sofa hjá manneskju og svo allt í einu búmm ekkert svar.. ekki neitt?

Ég ræddi þetta við vinkonur mínar og þær höfðu allar lent í svipaðri reynslu en aldrei gert slíkt sjálfar.
Ég grenja mig ekkert í svefn en vissulega er þetta leiðinlegt að vita ekkert. Væri þá frekar til í að fá kalda tusku í andlitið og hann myndi segja að ég hefði gert eða sagt eitthvað og þess vegna vildi hann ekki tala við mig.

Ef þessi færsla verður birt þá þætti mér vænt um að sjá athugasemdir hérna undir ef fólk hefur einhverju við að bæta eða benda mér á einhverja hluti sem ég mögulega gæti verið að gera vitlaust því ég átti ekki til orð.
Er þetta eðilegt, að vera með manneskju uppá dag og stunda með henni kynlíf og loka svo á hana án nokkrra skýringa?
Ég geri mér grein fyrir því að við vorum ekki saman og ekki búin að ræða samband nema lauslega.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here