Vefmiðillinn Radar Online greinir frá því að stórsöngkonan Beyonce hyggist nú skilja við rapparann Jay Z en þau hafa verið gift í sjö ár. Samkvæmt miðlinum má búast við því að Beyoncé sendi frá sér opinbera tilkynningu um málið á allra næstu dögum. Heimildarmaður In Touch segir frá því í viðtali við tímaritið að Jay Z hafi ítrekað haldið framhjá Beyoncé og það í langan tíma.
Sjá einnig: Solange, systir Beyoncé ræðst af heift á Jay Z á Met Gala: MYNDBAND
Hjónaband þeirra er steindautt. Bey er löngu búin að fá nóg af því að þykjast vera hamingjusöm.
Söngkonan hefur veitt afar fá viðtöl síðustu 18 mánuði eða alveg síðan systir hennar, Solange, réðst á Jay Z í lyftu. Talið er að það sé vegna þess að hún óttist spurningar um hjónaband sitt.
Það hefur einnig vakið athygli að þegar söngkonan steig á svið á tónlistarhátíðinni Made In America í síðustu viku og tók lag þeirra hjóna, Drunk In Love, þá var Jay Z ekki með henni á sviðinu, en hann var samt staddur á hátíðinni.