Þann 14. júní 2012 var Derek Herrera felldur af óvinaskyttum í Afganistan. Hann fékk kúlu úr Ak-47 hríðskotabyssu í mænuna sem gerði það að verkum að hann var lamaður frá hálsi og niður.
Eftir 2 löng ár, þar sem Derek hefur verið í reglulegri sjúkraþjálfun, fékk han bronsstjörnuna fyrir hugrekki og hann kom gangandi til að taka við henni.
Derek fékk hjálp frá ReWalk Robotics Ltd, en þeir framleiða vélmenni sem hjálpaði honum að hreyfa fætur sínar á ný.
„Með tímanum hefur mér orðið það ljóst að margir vinir mínir fórnuðu lífi sínu til að berjast fyrir þjóðina sína. Hver og einn þessara manna hefðu glaðir viljað vera í mínum sporum og fá að lifa áfram,“ segir Derek í viðtali við CNN.
Hermaður kemur óvænt heim til mömmu um jólin
Hermaður tekur Stay með Rihanna, Gæsahúð