Hann hlýtur að vera hommi!

Sumt fólk á það til að setja homma og lesbíur undir sama hatt.
Samkynheigðir menn hljóta að eiga mikið af fötum og skóm, hugsa vel um útlit og hafa áhuga á öllu sem tengist tísku og útliti bara rétt eins og stelpur eiga að vera.
Lesbíur eru vissulega stelpur en samt strákar, þær ganga allar í karlmannsfötum og tala eins og karlmenn.
Þær hafa áhugamál eins og gagnkynheigðir strákar þið vitið, bílar, tölvuleikir og þess háttar.
Ef við pælum aftur í hommunum þá eru þeir allir mjög traustir og góðir vinir stelpnanna og svo ekki sé talað um hversu miklir snyrtipinnar þeir eru!

Ég hef verið svo heppin að fá að kynnast mikið af samkynheigðu fólki og reyndar fólki almennt.
Satt að segja er það misjafnt eins og gagnkynheigt fólk, ég meina mér finnst ekki allar lesbíur leiðinlegar þó sumar eru ekki af mínu skapi rétt eins og gagnkynheigðir.
Ég þekki dásamlega homma sem eru mjög ólíkir, ég þekki lögfræðimenntaðan homma, iðnmann, ljósmyndara og bifvélavirkja.
Nei hættu nú alveg, biflvélavikjinn hlýtur bara að vera að feika það að vera hommi og eiginlega lögfræðimenntaði homminn líka vegna þess að þeir eru allir frekar vitlausir bara eins og stelpur eru, enda eina sem þeir hugsa um er hár, tíska og útlit almennt.
Margir samkynheiðir menn hafa áhuga á íþróttum og fylgjast með þeim það eru líka margir gagnkynheiðir sem fylgjast EKKERT með þeim.
Lessurnar eru líka misjafnar, sumar ganga í víðum fötum og vissulega hafa áhugamál á borð við tryllitæki og tölvuleiki en það eru líka til gagnkynheiðar stelpur sem eru svoleiðis.
Ég veit líka um lesbíur sem hafa áhuga á tísku og ganga í hælum daglega, farða sig og eru í kjól.

Þegar uppi er staðið er það ekki samkynheigð eða gagnkynheigð, stelpa eða strákur sem setur okkur í einhverja flokka.
Áhugamál og þarfir eru misjafnar hvort eða hvað sem við erum.
Sumir gagnkynheiðir strákar hugsa mikið um útlit og margir hugsa meira um það heldur en samkynheigðir menn.

Við erum öll dásamlega misjöfn og við ,,hljótum’’ ekki að vera eitt né neitt afþví við göngum í víðum fötum, við förðum okkur, við förðum okkur ekki, við höfum áhuga á glímu eða fótbolta.
Ég brenni mig oft á því að dæma fyrirfram og kynnast svo manneskjunni og hún er allt önnur en ég hafði gert mér hugarlund um.

Við erum öll falleg á okkar hátt við tilheyrum okkar eigin flokki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here