Tiffany Burns átti sér þann draum heitastan að verða móðir. Hún á tvo drengi en langaði í eitt barni í viðbót.
Tiffany varð ófrísk en missti því miður fóstrið eftir aðeins rúmlega 11 vikna meðgöngu. Hún missti fóstrið í janúar og birti þessa mynd á Facebook mörgum mánuðum seinna.
Við myndina skrifaði hún:
„Þetta er lófinn á mér. Í honum hvílir yndislega barnið mitt, Ezekiel. Hann kom í heiminn 20. janúar en hjartað hans hætti að slá eftir 11 vikur og 2 daga. Hann var með hjartslátt sem var svo fallegt að hlusta á. Hann var á lífi! Hann var ekki bara samansafn af frumum. Hann var fullmótaður. Fullkominn. Sjáið smáatriðin. Litlu fingurnar. Tærnar. Ég er svo heppin að vera móðir hans.“
Tiffany gekk í gegnum erfiða reynslu en getur horft á fóstulátið með kærleika. Hún er stórkostleg móðir.