
Þessir kóalabirnir lentu í bílslysi og var þeim bjargað og þeir færðir á Port Stephens spítala sem er sérstakur spítali fyrir kóalabirni. Þar verða þeir í endurhæfingu og fara svo aftur í sitt náttúrulega umhverfi.
Mamman og unginn hafa náð miklum framförum en unginn vill ekki mikið fara frá mömmu sinni og hangir á henni til að finna fyrir öryggi. Þetta eru nú meiri krúttin!