Páfagaukar taka líka bað. Reyndar finnst páfagaukum alveg hryllilega gaman að busla.Þessi hér er þó nokkuð klókur, en hann er útsmoginn – kann á eldhúskranann og lætur eigandann – sem er þolinmæðin uppmáluð – ekki segja sér hvað er rétt í málinu.
Sjá einnig: Einhverfur maður smíðar hús fyrir gæludýrin
Erfitt er að segja til um hvort er fyndnara, átök eigandans við sjálfan páfagaukinn, sem vill hafa vatnið á fullum krafti meðan hann kælir tásurnar undir hressilegri vatnsbununni svo sullast niður á gólf – eða sú staðreynd að páfagaukurinn veit upp á hár hvernig á að skrúfa frá krananum og lætur eigandann ekki komast upp með neitt múður.
Væru ekki allir til í að sulla með einum svona í eldhúsvaskinum?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.