Harðfiskur með nöglum í Hafnarfirði


Færsla á Facebook-síðunni „Hundasamfélagið“ vakti athygli okkar í dag. Færslan er skrifuð af Agli Erni og varar við nokkru skelfilegu sem hundaeigendur þurfa að vera á varðbergi við:

„Fann þetta og u.þ.b 10 samskonar harð-fiskbúta í vikunni í afgirtum garði við lóðarmörk Langeyrarvegar 10 og Skerseyrarvegs 2 í Hafnarfirði. 

Þýskur fjárhundur hefur aðsetur að Langeyrarvegi 10. Búið er að troða nöglum inn með fiskinum og koma þessu fyrir á lóðinni þannig að lýtið bæri á. Hundurinn var kominn með einn bút í kjaftinn þegar ég sá að hann var með eitthvað óvenjulegt og athugaði málið. Lóðin er afgirt fyrir almenningi í amk. 30 metra radíus frá staðnum þar sem þetta fannst. 

Hefur einhver orðið var við eitthvað svipað þessu? 

En ég vill hvetja dýraeigendur til þess að skoða garðana sína þar sem gæludýr virðast ekki geta verið óhult í eigin garði. 

Lögreglan hefur tekið skýrslu um málið og er það til rannsóknar. Allir sem geta hugsanlega veitt upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við Lögregluna í Hafnarfirði.“

Ef þið, lesendur góðir verðið vör við eitthvað þessu líku, megið þið endilega láta okkur vita á ritstjorn@hun.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here